
Eldgos á dag - Eftirprent
Eldfjall á dag er sería sem verð til þegar það gaus í Fagradalsfjalli 2021. Ég málaði 100 málverk af jarðeldunum og fylgdist með þeim stækka og breytast daglega.
Eftirprent af öllum málverkunum eru til sölu
Skráðu þig á póstlistann minn
Skráðu þig í áskrift af fréttabréfinu mínu, þar skrifa ég um nýleg ferðalög þar sem ég er að mála úti, sýni ykkur ný málverk sem ég er að gera og ýmsilegt annað sem ég er að bardúska á vinnustofunni! Þú færð einnig...
- FRÍA rafbók, þar sem ég gef ykkur ráð um hvernig er best að mála úti í köldu veðri (á ensku)
- 15% afslátt af eftirprentum í versluninni minni
Algengar spurningar
Collapsible content
Hvað eru eftirprent í takmörkuðu upplagi?
Eftirprent eru hágæða eftirprent af málverkum. Takmarkað upplag þýðir að aðeins ákveðið magn af eftirprentum í ákveðinni stærð eru til - og engin fleiri verða gerð.
Til dæmis þá er serían mín með eldgosamyndum í takmörkuðu upplagi þar sem aðeins 20 eftirprent í A5 eru prentuð. Þegar öll 20 eftirprentin hafa verið seld, þá er það allt upplagið og fleiri eintök verða aldrei prentuð.
Hvert og eitt eftirprent er áritað og númerað af listakonunni. Þau eru prentuð á Íslandi á hágæða 350g Magno Satin pappír og ég hef passað að litirnir eru eins líkir upprunalega málverkinu og hægt er. Myndin er með hvíta umgjörð til að gera innrömmun auðveldari.
Hver er listakonan?
Ég heiti Amy og ég var fædd í litlu sjávarþorpi í suður-Englandi en árið 2019 endaði ég á Íslandi. Hrátt og villt landslagið heillaði mig gjörsamlega! Ég málaði meira og meira og hélt áfram að læra af öðrum listamönnum og byrjaði að fikra mig áfram inn í heim landslagsmálunar. Ég reyni ávalt að ná fram kjarna hvers viðfangsefni og staðsetningar sem ég mála. Ég vil geta deilt sögunni og tilfinningunni sem hvert og eitt landslag ber með sér í þeirri von að þú fallir einnig undir álög landslagsins.
Ef þú vilt fylgjast með því sem ég er að gera, þá getur þú gerst áskrifandi af fréttabréfinu mínu á heimasíðunni minni (www.amyriches.com).
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt leggja inn sérpöntun þá er hægt að hafa samband við mig í tölvupósti amyalice@amyriches.com
Hvar ertu staðsett og hvaða sendingamöguleikar eru í boði?
Póstlagning
Við sendum til Íslands, Evrópu, Kanada og Bandaríkjana. Hægt er að óska eftir sendingu til annara landa í gegnum tölvupóst.
Undirbúningur pöntunar tekur nokkra daga:
-2-3 dagar fyrir eftirprent og listaverkabækur
-1 vika fyrir innrömmuð eftirprent og málverk
Við sendum þér tölvupóst þegar pöntunin er tilbúin og er á leiðinni til þín með pósti.
Hægt er að sjá verð sendingar þegar þú ert að ganga frá kaupum í versluninni.
Hvar erum við staðsett?
Við erum staðsett á Íslandi og allar vörur sem við seljum eru sendar þaðan.
Ef þú býrð annarsstaðar en á Íslandi þá gætu verið einhverjur skattar eða tollar sem leggjast á sendinguna þína. Það er á þína ábyrgð að greiða fyrir þessi gjöld.
Hvaða skilmála ert þú með?
Hér er hægt að lesa yfir alla skilmálana. Þeir eru einungis á ensku:
Hér er heimasíðan mín þar sem hægt er að sjá öll málverkin sem ég hef verið að gera.