Eftirprent af málverki
Eldfjall - Dagur 11 | 30.03.2021
Eldfjall - Dagur 11 | 30.03.2021
Couldn't load pickup availability
Eftirprent í takmörkuðu upplagi í stærð A5. Eftirprentið er af málverki sem sýnir eldgosið í Fagradalsfjalli þann 30.03.2021
Takmarkað upplag í 20 númeruðum eintökum, prentað á hágæða 350g Magno Satin pappír og áritað og númerað af listakonunni.
Prentað á Íslandi og kemur með upprunavottorði.
Myndin er í stærð A5 (210x148mm) er ekki innrömmuð
LISTAKONA: Amy Alice Riches
TITILL: Eldfjall - Dagur 11 | 30.03.2021
STÆRÐ: A5 (210x148mm)
UPPLAG: Takmarkað upplag í 20 númeruðum eintökum
EFNIVIÐUR: Prentað á hágæða 350g Magno Satin pappír
UMBÚÐIR: Kemur í plastvasa með kartoni til stuðnings og fóðruðu umslagi
Allar myndir og ljósmyndir © Amy Alice Riches. Allur réttur áskilinn.
UM SERÍUNA
Þetta er ‘dagur 11’ í 100 mynda seríunni. Verkefnið byrjaði 20. mars 2021, daginn eftir að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Amy varð svo hrifin af eldgosinu að hún ákvað að mála eitt málverk á dag af eldgosinu á meðan á því stæði, eða a.m.k. í 100 daga, ef það myndi standa lengur. Fyrstu 50 málverkin eru máluð samhliða eldgosinu og spanna fyrstu 50 dagana frá 20. mars - 8. maí. Á þeim tímapunkti var lítil tilbreyting á gosinu, það var svipað flesta daga. Þannig að næstu 50 viðfangsefni voru valin eftir áhugaverðustu dögum gossins. Amy fór tvisvar upp á gosstöðvar til að mála á staðnum, en annars voru málverkin máluð í gegnum vefmyndavélar RÚV og MBL.
*VINSAMLEGAST ATHUGIÐ*
-Litir geta verið öðruvísi á tölvuskjá/síma en myndverkið í raun.
-Erlendar pantanir gætu þurft að borga VSK, toll, skatta eða önnur gjöld. Kaupendur bera sjálfir ábyrgð á slíkum kostnaði sem gæti átt við. Hinsvegar ber að taka fram að mörg lönd gefa afslátt af slíkum gjöldum þegar kemur að málverkum og eftirprentunum.
-Allur höfundaréttur á myndverkinu tilheyrir Amy Alice Riches og er hann ekki seldur með málverkinu/eftirprentinu.


