Málverkabók
'100 Paintings of the Eruption in Fagradalsfjall' eftir Amy Alice Riches
'100 Paintings of the Eruption in Fagradalsfjall' eftir Amy Alice Riches
Couldn't load pickup availability
Hverri bók fylgir FRÍTT bókamerki*
Bókin er samansafn af 100 málverkum eftir Amy Alice Riches og sýna eldsumbrotin í Fagradalsfjalli. Bókin sýnir feril eldgossins frá upphafi, 20.mars til ágúst 2021. Málverkin voru máluð í olíu og gouache í skissubók í stærð A5. Verk 50 og 100 voru máluð á stærri striga. Í þessari bók eru öll málverkin tekin saman og bjóða upp á ótrúlegt ferðalag lita og breytinga eldgossins í gegnum augu listakonunnar. Einnig má sjá nokkrar myndir af málingarferli listakonunnar. Bókin var fjármögnuð með hjálp söfnunar á Karolínafund.
Bókin er bundin í mjúka kápu, er 120 bls í stærð 17x21 cm. Hún er prentuð á hágæða magnum satin pappír í Reykjavík. Það er ekki mikið af texta í bókinni, en hann er á ensku.
BLAÐSÍÐUR: 120
STÆRÐ: 21 x 17cm
EFNIVIÐUR: Hágæða Magnum Satin pappír.
ISBN: 978-9935-25-113-8
UMBÚÐIR: Plastvasi / þykkt karton til stuðnings / fóðrað umslag.
Öll málverk og ljósmyndir ©Höfundaréttur Amy Alice Riches. Allur réttur áskilinn.
UM SERÍUNA
Eldgosaserían byrjaði 20. Mars 2021, daginn eftir fyrstu eldsumbrotin í Fagradalsfjalli. Listakonan, Amy Riches, var svo uppnumin af eldgosinu að hún ákvað að gera eitt málverk á dag á meðan það entist, eða amk 100 myndir ef það myndi endast lengur en það. Fyrstu 50 málverkin voru máluð á hverjum degi í takt við eldgosið, 20.mars - 8.maí. Á þessum tímapunkti var eldgosið farið að ná jafnvægi og var mjög keimlíkt dag frá degi, þannig Amy valdi áhugaverðustu dagana fyrir næstu 50 málverkin. Amy gekk tvisvar sinnum upp að gosinu og málaði á staðnum “en plein air” en hin verkin voru máluð með hjálp vefmyndavéla RÚV og MBL.
*VINSAMLEGAST ATHUGIÐ*
-Litir geta verið öðruvísi á tölvuskjá/síma en myndverkið í raun.
-Erlendar pantanir gætu þurft að borga VSK, toll, skatta eða önnur gjöld. Kaupendur bera sjálfir ábyrgð á slíkum kostnaði sem gæti átt við. Hinsvegar ber að taka fram að mörg lönd gefa afslátt af slíkum gjöldum þegar kemur að málverkum og eftirprentunum.
-Allur höfundaréttur á myndverkinu tilheyrir Amy Alice Riches og er hann ekki seldur með málverkinu/eftirprentinu.
*á meðan birgðir endast

